1



Kennaraháskóli Íslands

Leikir sem kennsluaðferð

Kennari: Ingvar Sigurgeirsson

Vor 2007

Námsmappa

Hildur Sigurðardóttir

Kt. 090979-3379

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit 2

Inngangur 3

1. þáttur—Gildi leikja í uppeldi og menntun 4

2. þáttur—Flokkun Leikja 9

3. þáttur—Leikjavefurinn 10

4. þáttur—Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir 13

5. þáttur—Gamlir og góðir íslenskir leikir 16

6. þáttur—Kveikjuleikir 17

7. þáttur—Sönghreyfileikir 20

8. þáttur—Hugþroskaleikir 22

9. þáttur—Námsspil og flókin töfl 25

10. þáttur—Gátur, þrautir og heilabrjótar 27

11. þáttur—Orðaleikir 31

12. þáttur—Tölvuleikir 34

Lokaorð 37

Tillögur að leikjum inná leikjavefinn 38

Heimildaskrá 46

Inngangur

Í þessari námsmöppu eru að finna þau gögn sem ég hef unnið að, verkefni og úrlausnir þeirra á námskeiðinu Leikir í skólastarfi. Í lok hvers kafla er dagbók sem inniheldur mínar vangaveltur um glímuna á viðfangsefnum námskeiðsins og það sem ég hef skrifa á vefmálsstofu á webct.

Það er mín von að þessi námspappa nýtist kennurum og þeim sem áhuga hafa á leikjum í skólastarfi sem hugmyndabanki og fróðleikur um mismunandi flokka leikja.

1. þáttur—Gildi leikja í uppeldi og menntun

Í þessum námsþætti er verkefnið að vekja til umhugsunar um þýðingu leikja í uppeldi og menntun

Leikur

Leikir hafa mikið gildi fyrir alhliða þroska barnsins, líkamlegan, tilfinningalegan, félagslegan, vitsmunalegan, siðgæðislegan og fagurfræðilegan. Að mínu mati þá ætti að setja leikinn í öndvegi í öllu starfi með börnum. Börn yfirfæra reynslu sína og kunnáttu í leikinn og t.d. er það oft fyrri reynsla barnsins sem markar atburðarásina í leiknum. Leikur eflir frjálsræði og börn læra að vinna að lausn vandamála innan leiksins. Börn lifa sig inn í mismunandi hlutverk og félagsfærni þeirra eflist í samskiptum við aðra. Í leik styrkist sjálfsmynd barnanna og tungumálið örvast. Börn búa til sínar reglur í leiknum, hugmyndaflug eflist og þau verða öruggari gagnvart umhverfinu og þeim gildum sem þar ríkir.

Verkefni

Í fyrsta verkefni kennslubréfsins voru tvær frábærar greinar settar til grundvallar. Jill Englebright Fox: Back-to-Basics: Play in Early Childhood þar er umfjöllun um leiki sem hrífandi athöfn sem börn taka þátt í af æðruleysi. og Francis Wardle: Play as Curriculum en þar er leikur skilgreindur sem frjáls athöfn sem veitir ánægju. Verkefnið var að svara nokkrum spurningum úr greinunum.

Hvernig er leikurinn skilgreindur?

Í greininni Play as Curriculum er ágætis skilgreining á leik sem er mjög lík skilgreininga í greininni Back-to-Basics: Play in Early Childhood. Aðalatriðið í þessum skilgreiningum er það að leikur er eitthvað sem einstaklingur er að leika sér hefur valið sjálfur að gera og hefur jákvæð viðhorf til. Talað er um að enginn getur þvingað þig til að leika þér, því þá er það ekki leikur (Wardle 2002). Í greinunum er leikur skilgreindur á þann hátt að börn telji sig vera í leik þegar þau eru frjáls og ráða ferðinni sjálf án leikreglna og þeim finnst gaman af því sem þau eru að gera. Í greininni Play in early childhood kemur fram að leikir eru byggðir upp á skilningi og skynjun barnanna á raunveruleikanum. Hann er frjálst val á athafnarsemi sem er drifinn af sjálfs-hvatningu, hefur ákveðið ferli og veitir ánægju. Reglur og hlutverk eru fundin upp af börnunum sem leika leikinn.

Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?

Bæði Fox og Wardle eru sammála um mikilvægi og nauðsyn leikja þegar kemur að þroska barna Vísað er í fjöldann allan af rannsóknum sem sýnt hafa fram á að í gegnum leik þroskast svo margt m.a. félagshæfni, ímyndunarafl og rökhugsun. Fjallað er um að leikur sé leið barna til þess að læra og æfa sig. Leikur er ekki alltaf aðeins skemmtun heldur einnig undirbýr hann börn fyrir það sem er framundan í lífinu. Mikilvægt er að börn fái oft tækifæri til félagslegra leikja til að þroskast eðlilega á mismunandi þroskastigum. Börn læra reglur í samskiptum við aðra. Leikur styrkir samskipti foreldra og barna og hvetja þau til þess að rannsaka umhverfi sitt. Þátttaka barna í félagslegum leikjum og samskiptum skiptir gríðarlega miklu máli til þess að börn geti virkað vel sem fullorðnir einstaklingar. Leikir styrkir málþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, sköpunargáfu, ímyndunarafl svo eitthvað sé nefnt.

Að mínu mati er mjög mikið til í því sem höfundar nefna. Sérstaklega þykir mér það augljóst að til þess að börn geti lært og virkað sem einstaklingar í samfélaginu þá verði þau að fá að prófa og æfa sig í gegnum leiki. Mín skoðun er sú að hægt sé að samþætta allar námsgreinar með leikjum að einhverjum hluta a.m.k því öll börn hafa áhuga á leik og því er hægt að kenna þeim margt í gegnum leikinn þannig að þau hafi gaman af.

Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?

Leikir hafa áhrif á þróun hugsunar hjá börnum. Hugsunin verður sveigjanlegri, þau læra að hugsa út fyrir núið, að nota ímyndunaraflið. Einnig þjálfast þau í að nota ný orð og orðasambönd á viðeigandi hátt til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir (Wardle 2007).

Hvaða þýðingu hafa regluleikir (games with rules)?

Leikir með reglum hafa þá þýðingu að þeir þroska börnin svo sjálflægnin hverfur og þau fara að skilja betur hugmyndir og reglur samfélagsins og fara að taka tillit til annarra. Regluleikir geta þó verið bæði af hinu góða og slæma. Það góða við regluleikina er að börn læra reglur á leikrænan hátt sem mun nýtast þeim síðar á lífleiðinni. Það slæma er hins vegar þegar þau börn sem ná ekki að tileinka sér reglurnar og verða utangátta. Þá er skemmtanagildi leiksins ekki lengur til staðar.

Verkefni 2 var byggt á myndaflokkinum The Promise of Play. Þættirnir vekja mann til umhugsunar um hinar ýmsu hliðar leikatferlis, auk þess að vekja margar spurningar.

The Mother of Invention:

Hvernig skilgreina höfundar leikinn?

Í myndaflokkinum The Promise of Play kemur fram að leikur sé eitthvað sem er skemmtilegt. Börn sækjast í að leika, leikurinn er þeim eðlislegur og geta þau alltaf leikið sér. Fram kemur að leikur sé sjálfsprottinn og frjáls, hefur engin markmið, skemmtir okkur og gerir okkur hamingjusöm. Tekið er fram eins og í greinunum að leikur er mikilvægur fyrir allan eðlilega þroska, Leikur er nám til að þróa þá færni sem þarf til að vera fullorðinn einstaklingur

Skráðu hjá þér á lista allt sem fram kemur um þýðingu leikja.

- Ekki má vanmeta mátt leiksins fyrir barninu

- Börn læra í gegnum leik

- Börn læra ýmsar reglur samfélagsins í gegnum leikinn

- Leikurinn er mikilvægur til þjálfunar

- Börn læra hvernig þau eiga að haga sér í gegnum leik

- Allt það sem er skemmtilegt er leikur

Hugaðu sérstaklega að skólastarfinu í The Roof Top School og veltu fyrir þér sjónarmiðum starfsliðsins: Hvað finnst þér?

Í The Roof Top School fór kennsla fram í gegnum leik. Nemendur skólans urðu jákvæðari og opnari fyrir náminu. Að horfa á The Roof Top School og hlusta á sjónarmið starfsliðsins í skólanum þótti mér mjög lærdómsríkt. Þau voru svo jákvæð, glöð og meðvituð um að hafa gaman í skólanum. Sem dæmi þá nefni ég Amy sem rætt var við kennari 4 bekkjar. Samkvæmt henni þá verður enginn lærdómur hafi nemendur ekki gaman að því að læra. Hún vildi meina að nemendur læri vel í gegnum leik og eru því leikir mikilvægir í námsárangri barna.

The Heart of the Matter:

Hvað vakti helst athygli þína af því sem fram kom í þættinum?

Það voru ýmis atriði í þættinum The Heart of the Matter sem vakti athygli mína en hér nefni ég þau helstu. Fjallað er um að leikir hjálpa okkur að falla inn í hópinn. Ekki er spurt um bakrunn þinn til þess að fá leyfi fyrir því að taka þátt í leik. Smátt og smátt kemst þú inn í hópinn. Það sem vakti mig til umhugsunar var hversu fólkið var frjálslegt í fasi. Fólkið sem dansaði á götunum án búninga Þetta fólk var allt blökumenn. Það undirstrikar hversu menning hefur gífurleg áhrif á hegðun okkar. Okkur þætti svona hegðun stangast á við reglur samfélagsins.

Taktu saman í fáar meitlaðar setningar þær meginályktanir sem þú dregur af því efni sem fram hefur komið í þessum myndum

,,If you like something you continue to do it’’. Fyrir mér á þetta vel við og á rétt á sér. Ef eitthvað er skemmtilegt þá sækist maður í það aftur og aftur.

Leikurinn gefur okkur tækifæri til að tjá okkar dýpstu hugsanir og tilfinningar.

Dagbók

Að mínu mati þá ættu allir leikir að vera ein af kennsluaðferðunum á öllum skólastigum. Ég tel hinsvegar það vera alltof algengt að leikir séu notaðir eitthvað á yngsta stigi en þegar komið er á miðstig og efsta stig þá sé það sjaldgæfara að kennari leyfi nemendum að fara í leiki. Allavega er mín minning sú úr grunnskóla að við fengum að leika okkur töluvert fyrstu árin en síðan þegar við vorum eldri og báðum oft um að fá að fara í leiki en þá var það alltaf námsbækurnar sem gengu fyrir. Það var akkúrat þá sem við hefðum þurft á að halda að hafa gaman og brjóta kennsluna upp því margir voru komnir með svo mikið leið á skólanum, námsefninu og kennurunum. Varðandi myndböndin þá hafði ég ótrúlega gaman að horfa á þau og hef verið að horfa á þau aftur og aftur þar sem mér finnst þau lærdómsrík og skemmtileg. í The mother of Invention fannst mér athyglisvert að hlusta á það að eftir því sem ímyndunarafl barna er meira því betri efnilegri eru þau í leik og að leika. Ég á einmitt 4 ára dreng sem leikur sér daginn út og inn í ofurhetjuleik og hann er oftast Clark Kent þessa dagana og ég er þá Louise Lane. Við leikum okkur mikið í þessum ímynduðu hlutverkum og hann vill helst ekki hætta því hann er svo upptekinn að bjarga einhverjum eða leita uppi Lex Luthor. Þegar ég tala við hann um eitthvað sem snýr ekki að leiknum þá segir hann ég heiti ekki Kristján ég heiti Clark Kent. Ég var farinn að hafa smá áhyggjur á þessu endalausa ímyndunarafli hans og áhuga á leiknum þar sem mér fannst þetta vera orðið fullmikil ímyndun. En eftir að hafa horft á myndböndin þá róaðist ég nú því þau fengu mig til að hugsa um gildi leikja og hversu gott er að börn hafi frjótt ímyndunarafl.

-------------------------------

Tek undir með þér Arnsteinn Ingi á vefmálsstofu Webct varðandi það að þeir sem vilja og hafa áhuga á að æfa og stunda einhverja íþrótt en ná kannski ekki á toppinn eða hafa ekki áhuga á að vera í endalausri keppni við aðra enda á að hætta og/eða gefast upp. Það er sorglegt að sjá hversu góðar íþróttir þar sem börn fá mikla útrás,hreyfingu og hafa gaman af þarf alltaf að snúast svona mikið um keppni um að vera bestur.

--------------------------------

Varðandi það sem Guðrún minnist á inná vefmálsstofu Webct að börn verði öruggari með sig í leik en í raunveruleikanum gæti ég vel trúað. Þau fara inn í ímyndaðan heim og útiloka oft allt utanaðkomandi áreiti. Ég var í innilotu um helgina á námskeiðinu Barnið þitt er nemandi minn og þar var hópur að kynna starfsemi á leikskóla þar sem brúða var mikið notuð til þess að fá börn til að tjá sig. Börnin töluðu þá við brúðuna og leikskólakennarinn svaraði fyrir hönd brúðunnar. Þetta gafst mjög vel sérstaklega fyrir börn sem voru feiminn að tjá sig, því þarna gleymdist feimnin og barnið var í sínum heimi með brúðunni. Einnig rámar mig í verkefni sem að mig minnir samtökin Blátt áfram stóðu fyrir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum sem gekk út á það að flytja brúðuleikhús fyrir börn þar sem börnunum gafst tækifæri á að ræða við brúðurnar um hluti sem þau hefðu líklega ekki rætt við fullorðna eða átt erfiðara að tjá sig um. Allavega heyrði ég að þetta hafi gefist vel og börnin ræddu við brúðurnar eins og það væri enginn annar nálægt og sögðu frá ótrúlegustu hlutum.

Finnst alveg frábært hvað hægt er að gera með svona litlum brúðum og eflaust ýmsir leikir sem spinnast út frá samtölum við brúður og þá sérstaklega fyrir börn á leikskólaaldri

2. þáttur—Flokkun Leikja

Markmið þessara þáttar er að velta flokkun leikja fyrir sé og reyna að setja fram hugmynd um góða flokkun á leikjum.

Flokkun leikja er afar mikilvæg þannig að aðgengi að leikjum sé gott. Ég tel að notkun leikja í kennslu þurfi kennarar að leggja meiri áherslu á en nú er gert. Leit á vefnum þarf að vera aðgengileg og þyrfti að vera hægt að slá inn ákveðið leitarorð og þá birtast leikir við hæfi. Í dagbók minni hér að neðan kemur fram flokkun sem ég gæti trúað að væri góð á Leikjavefinn góða. Hins vegar eftir að hafa kynnt mér Leikjavefinn enn frekar þá í raun uppgötva ég hversu vandasamt það er að flokka leiki þannig að vel takist til því möguleikarnir eru mjög margir. Hér er ein útgáfa af flokkun leikja

- Inni hreyfileikir - Úti hreyfileikir

- Flokkur eftir aldri - Keppnisleikir

- Hópeflisleikir - Námsleikir

Dagbók

Inni og útileikir er góð flokkun. Einnig er gott að námsleikir og hreyfileikir fari í sérflokka. Ég notaði leikjavefinn mikið þegar ég var í vettvangsnáminu enda að kenna yngsta stigi og mikil krafa frá nemendum að fara í leiki. Þar sem mér fannst oft vanta var sérflokk með leikjum fyrir börn á yngsta stigi. Oft var ég að lesa um leiki sem hentaði engan veginn yngsta stigi það kemur þó fram á hvaða aldursstigi leikurinn hentar en ekki fyrr en maður er búinn að smella á nafn leiksins. Kannski bara smáatriði en hefði flýtt fyrir mér í leit minni af leikjum fyrir 6 ára. Annars finnst mér Leikjavefurinn frábær vefur og vona að sem flestir kennarar noti hann til þess að fá nýjar hugmyndir og krydda kennslu sína.

3. þáttur—Leikjavefurinn

Markmið þessa viðfangsefnis er að verða handgenginn Leikjavefnum – Leikjabankanum (leikjavefurinn.is).

Leikjavefurinn – Leikjabankinn er samvinnuverkefni kennara og kennaranema og er umsjónarmaður þess Ingvar Sigurgeirsson. Leikirnir eru flokkaðir í 20 flokka. Leikjunum er líst vandlega og oft fylgir önnur útfærsla á leiknum með. Við hvern leik eru markmið talin upp, tillaga um aldur þeirra nemenda sem leikur inn hentar og gögn eru tilgreind ef þörf er á.

Leikir

Ég valdi leik sem heitir Ávaxtakarfa og er í flokknum ýmsir hópleikir. Leiklýsing hljómar svona :

Allir nemendur fá ávaxtanafn. Þeir sitja í hring á stólum. Stólarnir eru einum færri en nemendur. Sá sem ekki hefur stól stendur í miðjunni og nefnir tvo ávexti, t.d. appelsínu og epli. Þá standa þeir upp sem heita þeim nöfnum og eiga að skipta um sæti. Einnig getur hann sagt ávaxtakarfa og þá eiga allir að skipta um sæti. Sá sem er í miðjunni á einnig að reyna að setjast og sá sem ekki fær sæti fer í miðjuna.

Þetta er skemmtilegur leikur og valdi ég hann vegna þess að þennan leik fór ég í með nemendum í 6 ára bekk síðasta daginn minn í vettvangsnáminu. Þau höfðu ekki farið í hann áður en voru mjög snögg að læra hann. Þeim þótti leikurinn alveg ótrúlega skemmtilegur og ætluðu aldrei að vilja hætta. Helstu kostir þessa leiks er hversu léttur og einfaldur hann er fyrir unga grunnskólanemendur. Allir eru mjög virkir í leiknum og nemendur fá að hreyfa sig töluvert með því að standa sífellt upp og finna sér nýtt sæti.

Næsti flokkur sem ég skoðaði heitir söng og hreyfileikir og var þar áhugaverður söngleikur sem ég hef ekki heyrt um áður sem heitir Falinn steinn. Leiklýsingin af vefnum er eftirfarandi:

Einn nemandi er valinn til að fara út úr kennslustofunni á meðan kennarinn felur stein í stofunni (ath. steinninn verður að sjást). Bekkurinn tekur vel eftir felustaðnum og þegar búið er að fela steininn er nemandanum fyrir utan hleypt inn. Hlutverk hans er svo að finna steininn með aðstoð bekkjarins. Bekkurinn syngur t.d. lagið Óskasteinar (sem er ungverskt þjóðlag) á meðan nemandinn leitar að steininum. Ef nemandinn nálgast steininn á bekkurinn að syngja sterkara, og svo veikara ef hann fjarlægist steininn. þannig þarf nemandinn að hlusta vel á sönginn til þess að finna steininn. þegar hann hefur fundið steininn velur hann einhvern til þess að fara fram og leikurinn er endurtekinn.

Lagið Óskasteinar er t.d. á geisladiskunum Íslandsklukkur og Litlu börnin leika sér.

Þessi leikur gæti verið skemmtileg tilbreyting frá náminu. Margir skólar eru með söngstund reglulega og gæti verið gaman fyrir nemendur að prufa þennan leik í leiðinni. Hann krefst þess að sá nemandi sem er að leita af steininum þarf að hlusta vel á samnemendur sína þannig að hann viti hvort hann sé að nálgast steininn eða ekki. Nemendurnir þurfa einnig að fylgjast með þannig að þeir syngi sterkt eða veikt eftir því hvernig nemandanum gengur að finna steininn.

Síðasti flokkurinn sem ég skoðaði sérstaklega heitir ýmsir námskeikir. Þar eru fjöldinn allur af skemmtilegum og góðum námsleikjum en þar sem ég er á yngri barna sviði þá einblíndi ég sérstaklega á góða námsleiki á yngsta stigi. Leikurinn Hver á stafinn? Hljómar mjög skemmtilegur fyrir unga nemendur en hann er sagður vera fyrir nemendur frá 7 ára aldri. Á vefnum er honum lýst svona :

Fjórir nemendur standa upp við töflu og hinir grúfa fram á borðin sín. Þá fara fjórmenningarnir á stúfana og stilla sér upp fyrir aftan fjóra bekkjarfélaga. Síðan skrifa þeir upphafsstaf sinn á bak viðkomandi og fara að því loknu aftur upp að töflu. Þá eiga þeir sem voru valdir að segja nafn þess sem skrifaði. Geti þeir rétt er skipt um hlutverk en annars halda hinir áfram.

Ég gæti trúað því að kostir þessa leiks væri að nemendur lærðu betur stafrófið og upphafstafi samnemenda sinna. Einnig er þetta ágætis slökun fyrir alla þegar þreyta á námsefninu er farinn að segja til sín.

Vefsíður með Leikjum

Ég skoðaði nokkrar síður sem leikjavefurinn mælir með og byrjaði ég á slóðinni: Þar skiptist í auðveldar þrautir fyrir aldur 1-5 ára og prufaði ég allar þrautirnar þar. Þetta eru einfaldar þrautir þar sem eflaust hjálpar ungum nemendum að æfa sig á músinni og fá tilfinningu fyrir því hvernig hún virkar. Þrautirnar eru skemmtilegar og mjög auðveldar, þær krefjast þess þó að fullorðinn lesi fyrir þau útskýringar á þrautunum. Það á einnig við með þrautir 6-9 ára þær hafa allar útskýringar sem foreldrar og/eða börnin lesa áður er byrjað er á þrautunum.

Vefur Bókasafns Garðabæjar er með margar slóðir að íslenskum og erlendum þrautum fyrir börn..

Vefsíðan Games kids play er heimasíða sem minnir þó nokkuð á heimasíðu Leikjabankans okkar. Þar er að finna mikið úrval af leikjum . Þar má nefna hópleiki og útileiki þetta er vefur sem vert er að skoða vel og vandlega

Dagbók

Markmið 3. Þáttar var að gera mig handgengna Leikjavefnum og má það með sanni segja að það hafði tekist. Áður þekkti ég aðeins til vefsins en hafði aldrei grandskoðað hann eins og ég hef nú gert. Þessi vefur er frábær og kemur til með að nýtast mér vel í leik og starfi. Hann er vel uppsettur og mjög aðgengilegur. Leikirnir margir hverjir mjög sniðugir og rakst ég á marga sem ég hef ekki kynnst áður.

4. þáttur—Nafna- og kynningarleikir - hópstyrkingarleikir / hópeflileikir

Markmið 4 þáttar er að vekja til umhugsunar um þýðingu leikja til að efla og bæta samskipti.

Nauðsynlegt er fyrir alla kennara að vera fljótir að læra nöfn nemenda sinna . Þannig er bæði kennarinn og nemendur öruggari með sig í kennslustofunni. Því er þessar tegundir leikja mjög mikilvægt fyrir kennara að hafa góða kunnáttu á. Hópstyrkingaleikir og hópeflileikir eru ekki síður mikilvægir þegar saman er komin hópur fólks sem þarf að kynnast.

Það kom mér töluvert á óvart hversu fáir kynningaleikir eru í leikjabankanum. Ég las yfir þá alla og þar sem nokkrir hafa sama titil þ.e. nafna-/leikur/runa/söngleikur þá fannst mér vanta að titillinn á leikjunum myndi breyta um lit þ.e verða t.d. blár þar sem ég er búinn að skoða hann eða klikka á hann. Fór nokkrum sinnum inn í sömu leikina oftar en einu sinni því ég mundi ekki hvort ég var búinn að lesa yfir hann fyrr en ég var komin aftur inní hann. Það hefur nú eflaust verið fljótfærni hjá mér en smá ábending um að bæta vefinn, man ekki eftir að einhver hafi bent á þetta hér á þessu námsskeiði áður en það gæti þó vel verið. Leikurinn Góðan daginn fannst mér skemmtilegur þar sem hann skerpir hlustun og eftirtekt. Hinsvegar er hann ætlaður þeim sem þekkjast töluvert og þurfa nemendur að þekkja öll nöfn bekkjarfélaga sína til þess að fara í þennan leik. Leiklýsingin er svona:

Einn leikmaður hefur bundið fyrir augu þannig að hann sjái ekki aðra leikmenn sem sitja í sætum sínum. Stjórnandi leiksins gefur einhverjum leikmanni bendingu. Hann stendur upp og segir "Góðan daginn ... (nafn blindingjans)" og breytir gjarnan röddinni. Blindinginn reynir að þekkja röddina og svarar þá t.d. "Góðan daginn, Anna". Hann má geta einu sinni til þrisvar (ákveðið hverju sinni t.d. með hliðsjón af aldri nemenda) og dugi það ekki til skipta þeir um hlutverk. Ef blindinginn getur rétt heldur hann áfram hlutverki sínu. Þetta má vitaskuld hafa öfugt.

Önnur útfærsla sem getið er til um finnst mér mjög spennandi líka en hún hljómar svona:

Í annarri útgáfu þessa leiks gengur blindinginn milli hinna leikmannanna, heilsar með handabandi og spyr að nafni. Sá sem svarar hverju sinni segir til nafns og föðurnafns og segir jafnvel einhver deili á sér. Sá sem svarar notar annað hvort eigið nafn eða einhvers annars í hópnum. Blindinginn svarar með því að segja hvort satt var eða logið. Geti hann rétt hafa þeir hlutverkaskipti.

Hefti Helga Grímssonar um hópeflileiki er mjög góð handbók með mörgum góðum og skemmtilegum leikjum. Margir leikjanna sem í handbókinni eru þekkti ég ekki áður. Kostir leikjanna er hversu einfaldir þeir eru, lýsingar eru hnitmiðaðar og skýrar. Ég prufaði nokkra leiki og tókust þeir allir mjög vel og höfðum börnin gaman af.

Leikir sem auðvelda fólki sem er að hittast og kynnast kallast á ensku icebreakers. Ég hef oft lent í þeim aðstæðum t.d. í veislum og allskonar mannamótum að svona leiki hefði þurft til þess að brjóta ísinn á skemmtilegan hátt. Ég fletti á google og fann þar ýmsa skemmtilega leiki í þessum flokki. Ég set hér inn tvo leiki sem mig langar að halda til haga og koma á framfæri.



Þessi síða er skýr og einföld og margir góðir leikir á þeirri síðu. Hér er ein leiklýsing:

Divide students into groups of three or four. Give each group a large sheet of butcher paper and a different color marker for each person. Have them draw a Venn diagram with an oval for each student. The students in each group are to discuss what their similarities and differences are. After the discussion, they are to fill in the diagram showing their similarities and differences.

If a group has a hard time getting started, give them some guidance by asking questions such as, "What is your favorite music?", "When is your birthday?", "What sports do you like?, or "Where were you born?"



Á þessari slóð er annar frábær leikur sem er einfaldur en eflaust mjög skemmtilegur og þjónar vel tilgangi sínum þegar hópur er að kynnast. Leikurinn hljómar svona:

Icebreaker Game 1 – Who Am I?

A silly icebreaker game for a small group.

Have each person secretly write on a post-it note the name of a famous person. Keeping the name hidden, stick the post-it to another’s forehead.

Each person takes turns to ask the group questions to figure out whom the unknown person is. The catch is that only yes or no answers can be asked e.g.

← Am I alive?



← Am I female?

If the answer is no your turn is over. If the answer is yes, you can ask another question. Keep going until you get a no or make a guess at whom you are. If you guess right, you win or if you guess wrong your turn is over.

Keep going until everyone has guessed or if time is tight, maybe stop after a few right answers.

Dagbók

Inn á vefmálsstofu Webct kom Dagný kom með hugmynd af skemmtilegan nafnaleik sem ég fann ekki á vefnum sem heitir kærleiksvefurinn. Þá mundi ég eftir leik sem ég fór í með nemendum í vettvangsnáminu sem er svipaður og kærleiksvefurinn og einnig leikurinn Ég er frábær eins og ég er sem er á vefnum. Einn byrjar og kynnir sig og kastar bolta til nemanda sem kynnir sig og segir í hverju nemandinn sem kastaði boltanum til hans er góður í. Þetta fannst 6 ára börnum mjög skemmtilegt og það var greinilegt að þeim fannst ekki erfitt að finna eitthvað sem samnemendur væru góðir í. Ef einhverjum vantaði hugmynd þá hjálpuðust bekkjarfélagarnir að. Við lékum þennan leik nokkrum sinnum en þá breyttum við aðeins og þá átti nemandinn að segja frá hvað honum sjálfum fyndist skemmtilegt eða hver er uppáhaldsmaturinn. T.d. Ég heiti Hildur og mér finnst gaman að ferðast.

Markmið þessar þáttar var að vekja til umhugsunar um þýðingu leikja til að bæta og efla samskiptin. Ég taldi mig nú vera nokkuð með á nótunum hvað leikir gerðu börnum gott eftir að hafa farið í gegnum kennslubréf 1-3, en nú er ég enn öruggari á gildi leikja eins og nafna- og kynningarleikja, hópstyrkingarleikir og hópeflileikja.

5. þáttur—Gamlir og góðir íslenskir leikir

Í þessu viðfangsefni er rifjað upp nokkra gamla góða leiki.

Í kennslubréfi 5 er gaman að lesa þá umfjöllun sem Ingvar hefur tekið saman um gamla og góða leiki. Þar er fjallað um leikinn fuglafit en hægt er að lesa nánar um þann leik á vef þjóðminjasafnsins () á þeim frábæra leik sem þjálfar fínhreyfingar. Einnig er minnst á leik sem kallast parís. Sá leikur byggist á því að búa til braut á jörðina og hoppa í gegnum eftir ákveðnum leiðum. Bent er á frábæra vefi eins og vef þjóðminjasafnsins sem er mikill fróðleikur um ýmsa gamla leiki. Þegar ég skoðaði vef þjóðminjasafnsins þá las ég lýsingu af leik sem heitir Fuglaleikur sem er í raun eltingaleikur en skemmtileg útfærsla að mínu mati hér kemur leiklýsingin:

Einn er kóngur, annar karl og hinir fuglar, og fær hver fuglanna sitt nafn hjá kónginum. Karl kemur til kóngsins og segir: "Komdu sæll, kóngur minn". "Komdu sæll, karl minn", svarar kóngur. "Geturðu selt mér fugla?", spyr karl. "Ef þú getur nafn þeirra og nærð þeim", segir kóngur. Karl fer þá að geta og nefnir ýmis fuglanöfn: spói, lóa, hrafn, álft, örn o.s.frv. Þegar karl hittir á nafn einhvers fuglsins, hleypur sá burt í stóran hring og á þá karlinn að reyna að ná honum og klukka hann áður en hann kemst aftur til kóngsins.



Dagbók

Ég spurði ömmu mína hvaða leiki hún man eftir og þá sagðist hún nú ekki muna þá alla en það sem hún gat sagt frá var hlaupa í skarðið. Í skólanum voru þeim kenndir þjóðdansar og hún sagði að þau hafi leikið sér mikið með þá og dansað þá mikið. Í skólanum hafi hún oft sungið lag og leikið eftir söngtextanum Ég lonníetturnar lét á nefið.

6. þáttur—Kveikjuleikir

Í þessum námsþætti á að finna og segja frá þremur leikjum sem hægt er að nota sem kveikjur þegar byrjað er á nýju námsefni

Í kennslubréfi 6 eru góðar hugmyndir að kveikjuleikjum í kennslu. Fram kemur að leikir geti verið skemmtilegar kveikjur þegar byrjað er á nýju námsefni. Ég hafði lengi verið að velta fyrir mér hvaða hugmyndir að kveikjum ég gæti komið með í þetta kennslubréf, þegar byrjað er á nýju námsefni. Ég hafði ekki fengið neinar skemmtilegar hugmyndir. Þannig að ég fór á bókasafn Kennaraháskólans og fékk lánaðar nokkrar bækur sem gætu hjálpað mér. Ein af bókunum sem vakti mikla athygli mína fyrir að vera með skemmtilega appelsínugula kápu og augljóslega komin til ára sinna enda gefin út árið 1970 og heitir AÐ LEIKA OG LÁTAST eftir Barbor Mala og Ann Mari Undén og okkar ágæti kennari Ingvar Sigurgeirsson ásamt Erlu Kristjánsdóttur þýddu. Ég fjalla nú um nokkrar góðar hugmyndir sem er að finna í þessari líflegu bók. Þegar lífsleikni er kennd á yngsta stigi er mikilvægt að allt viðfangsefnin séu fremur einföld og skýr. Á bls 4 í bókinni Að leika og látast er leikur sem heitir Lítu í spegil og vertu……. Þar eru myndir af speglum þar sem andlit eru með mismunandi svipbrigði t.d. glaður, leiður, hræddur, hissa, reiður, þreyttur, forvitin, súr á svipinn, vandræðalegur. Til þess að ung börn fái tilfinningu fyrir svipbrigðum sínum væri hægt að leyfa þeim að spreyta sig með því að horfa sjálf í spegil og tjá sig með svipbrigðum og látast vera t.d. reið,glöð og hissa. Í hefti sem heitir Nokkrar hugmyndir um notkun bókarinnar Að leika og látast sem Ingvar og Erla hafa tekið saman er sagt að tilgangur svipbrigðaleikja er að þjálfa nemendur í að túlka mismunandi hugarástand. Nemendur átta sig á að túlkun svipbrigða getur verið með ýmsu móti. Einnig ættu þeir að geta áttað sig á hlutverki svipbrigða í tjáningu. Nokkrar hugmyndir eru þar að finna um mismunandi aðferðir í svipbrigðaleikjum.

Í bókinni eru einnig nokkrar hugmyndir um einfaldar leikbrúður. Brúðuleikur auðveldar mörgum nemendum, sem eiga erfitt með að tjá sig, að túlka eigin tilfinningar. Það losar oft um hömlur þegar nemandinn getur ,, falið’’ sig á bakvið leikbrúðu

Hér koma nokkrir áhugaverðir punktar úr inngangi bókarinnar Að leika og látast sem mér fannst tilvalið að láta fylgja með

Leikir, þar sem nemendur þurfa að tjá sig með hreyfingum, látbragði og orðum, hafa gildi fyrir öll börn en eru þó þyngstir á metunum þegar um feimna eða hlédræga nemendur er að ræða

Hlutverkaleikir og þjálfun í tilsvörun koma nemendum að góðum notum þegar þeir þurfa að taka til máls og tjá sig við ýmsar aðstæður innan og utan skólans.

Í bókinni AÐ LEIKA OG LÁTAST eru nemendur ekki lögð nein orð í munn. Þeir eru yfirleitt settir í þess konar aðstæður að bregðast má við á ólíkan hátt. Þetta þjálfar nemendur í að setja sig í annarra spor , veitir innsýn í mismunandi hugsunarhátt og tilfinningar,

Mikil áhersla er lögð á innlifunarleiki. Nemendur gera sér – ef til vill með aðstoð kennarans – grein fyrir þeim tilfinningum sem búa að baki látbragði, svipbrigðum og orðum. (Malm, Barbro – Undén, Ann-Mari 1970:1)

Ég mæli með þessari bók, en hún er með ýmsum skemmtilegum hugmyndum að leikjum sem t.d, mætti nota sem kveikju að námsefni og höfðar þá sérstaklega til barna á leikskóla og yngsta stigi grunnskóla

Við stafainnlögn á yngsta stigi gæti verið gaman að leyfa nemendum að búa til stafina með líkama sínum. Ég gerði þetta með 6 ára nemendum í síðasta vettvangsnámi og skipti þá bekknum til helminga og annar helmingurinn fór fram á gang í 2-5 manna hópa og fékk að spreyta sig í að vinna saman og mynda þann staf sem við lögðum fyrir þá vikuna. Við mynduðum alla hópana og hengdum ljósmyndirnar inní skólastofunni. Mjög gaman var að sjá hvernig þau notuðu hugmyndaflug sitt og unnu saman þannig að stafurinn kæmi sem best út

Að lokum finnst mér leikurinn Refir og Kanínur (7 ára og eldri) sniðugur námsleikur og ágætis kveikja. Leikinn er að finna í bókinni Leiklist í kennslu eftir Önnu Jeppesen og Ásu Helgu Ragnarsdóttur og er kjörin leikur ef fjalla á um einelti til þess að tengja nemendur við viðfangsefnið og fá þá til þess að setja sig í spor þolenda. Leikurinn hljómar svona:

Kennarinn velur í upphafi tvo nemendur sem eiga að vera í hlutverki refs og kanínu. Hinir dreifa sér um svæðið tveir og tveir saman og haldast í hendur. Refurinn á að byrja á því að elta kanínuna og ef hann nær henni er skipt um hlutverk. Kanínan getur þó sloppið frá refnum með því að hverfa inn í kanínuholuna. Tveir þáttakenndur sem haldast í hendur mynda holuna þannig að pláss er fyrir þriðja þáttakaldann í miðjunni. Kanínan á að fara út úr fylgsni sínu eins fljótt og hægt er. Eftir smá stund er skipt um hlutverk og leikurinn gerðu erfiðari fyrir kanínuna því stundum lokast kanínuholurnar samkvæmt merki frá kennaranum. Kennarinn getur stöðvað leikinn annað slagið og spurt kanínuna hvernig henni líði. Síðan er bætt við fleiri refum sem allir elta sömu kanínuna þannig að alltaf verður erfiðara og erfiðara fyrir kanínuna að komast undan. Að lokum segir kennarinn að þetta sé ekki lengur leikur og svona gerast hlutirnir í raunveruleikanum. Kennarinn ræðir síðan með nemendum að svona líði eflaust fórnarlambinu sem verður fyrir ofbeldi. Undankomuleiðirnar eru engar að lokum. Kennarinn biður nemendur að hafa leikinn í huga þegar þeir fara í leikferlið um einelti og ofbeldi á eftir.

(Anna Jeppesen, Ása Helga Ragnarsdóttir, 2006:50)

Dagbók

Við vinnu á þessu kennslubréfi átti ég erfitt með að koma með skemmtilegar útfærslu sem gætu flokkast undir kveikjuleiki. Þegar ég hinsvegar fór loksins að viða að mér ýmsum bókum og lesa mig til um leiki sem hægt væri að nýta í kennslu kom mér það skemmtilega á óvart hversu marga leiki má nýta í raun sem svokallaða kveikjuleiki.

Það er í verkahring kennarans eða stjórnandans að undirbúa svo að vel takist til og leikurinn skili tilgangi sínum þannig að áhugi kvikni fyrir ákveðnu námsefni eða viðfangsefni.

7. þáttur—Sönghreyfileikir

Verkefni sjöunda þáttar er að prófa tvo til þrjá sönghreyfileiki og fjalla um hvernig til tókst.

Í kennslubréfi 7 er bent á frábæra slóð þar sem er fjallað um ýmislegt er viðkemur tónlist og hreyfingu. Þar er að finna m.a. greinar um efnið, leiki og skipulag kennslu. Slóðin er eftirfarandi:

Þar kemur m.a. fram að tónlist og hreyfing hefur jákvæð áhrif á þroska barna . Þekking á gildi tónlistar og hreyfingar í námi hefur farið vaxandi eftir að rannsóknir hafa verið gerðar á jákvæðum tengslum á áhrifum tónlistar á lærdóm.

Ég prufaði nokkra sönghreyfileiki með 8 börnum sem öll voru 4 ára. Þau voru ótrúlega spennt og fannst gaman að fá ókunnuga manneskju í heimsókn á leikskóla sinn. Ég byrjaði á að fá þau öll í hring og prufaði að Senda klapp á milli og fannst þeim það skemmtilegt í fyrstu og náðu flest öll að senda klappið rétta leið. Þegar ég sýndi þeim hvernig hægt væri að senda klappið til baka með því að klappa tvisvar fór allt úr böndunum. Þau fóru að klappa á röngum tíma og misstu fljótt einbeitinguna. Þannig að ég ákvað að pína þau ekki lengi í því þar sem mig langaði að fara í marga leiki og fannst þau ekki hafa lengur áhugann á þessum leik enda líklega of ung til þess að ná þessu.

Næst fórum við í Bangsi Lúrir sem þau kunnu nú öll. Þeim fannst greinilega mjög gaman að elta hvort annað og fá smá útrás. Ég prufaði að syngja lagið með mismunandi raddstyrk eins og að hvísla lagið, syngja það dimmraddað og hátt og skýrt. Þau áttu ekki í vandræðum með að breyta röddinni. Börnin voru öll frekar æst eftir leikinn og átti ég erfitt með að stoppa eltingaleikinn. Þannig að ég ákvað að fá þau til að setjast í hring og róa sig niður.

Rútuleikur kallast næsti leikur sem farið var í. Þar er sungið lag sem hljómar eins og höfuð herða hné og tær, en textinn er putti, armur, tá og tönn. Þau þekktu öll textann höfuð herðar en ekki þennan texta. Þannig að við sungum þetta saman nokkrum sinnum og gerðu hreyfingarnar með. Öll voru þau mjög fljótt að tileinka sér nýjan texta og notuðu vísifingur með til þess að benda á viðkomandi staði.

Síðan sungum við Það búa litlir dvergar og var það sungið einu sinni yfir og sýndi ég þeim hreyfingar með. Þau þekktu lagið en ekki hreyfingarnar. Það tók þau ekki langan tíma að læra hreyfingarnar og kom það mér verulega á óvart hversu fljót þau voru að læra. Við spjölluðum aðeins um hvað dvergur væri og þau voru sko ekki í vandræðum með að útskýra hver munurinn væri á litlu og stóru fólki.

Að lokum fórum við í hver er undir teppinu og þá áttu sum erfitt með að finna út hver það væri sem væri undir teppinu en yfirleitt tókst það þegar þau fengu að sjá hárið á einstaklingnum.

Dagbók

Sönghreyfileikir er eitthvað sem allir geta haft gaman af hvort sem að sönghæfileikinn er til staðar hjá einstaklingum eða ekki. Ég kann lítið að syngja en alltaf þegar ég er stödd á mannamótum eða neyðist til þess að taka þátt í söng þá tel ég sjálfan mig alltaf á það að ég sé virkilega góð söngkona sem geti vel haldið lagi. Ég vil trúa því að það sé jákvæða viðhorfið og viðleitnin sem skiptir mestu máli en ekki sönghæfileikinn þegar verið er að leika leiki með söng. Slíkir leikir létta andrúmsloftið, skapa góða stemmingu og geta verið góð leið fyrir kennara að nota í kennslu sinni.

8. þáttur—Hugþroskaleikir

Verkefnið þessa námsþáttar er fólgið í því að kynna sér vel hugþroskaleiki. Lesa vandlega kver sem Ingvar Sigurgeirsson hefur tekið saman um hugþroskaleiki. Prufa einn leik úr fimm flokkum sem dæmi eru gefin um. Einnig að velta fyrir sér hvaða þýðingu hugþroskaleikir í kennslu hefur

Hugþroskaleikir eiga rætur að rekja til bókarinnar Thinking goes to school: Piaget's theory in practice (1974) og er eftir Hans Furth og Harry Wachs. Þeir Furth og Wachs unnu að því að þróa leiki sem voru ögrandi fyrir hugann. Því eru leikirnir kallaðir Thinking Games – Hugsunarleikir. Þeir byggðu hugmyndir sínar á kenningum Jean Piaget áhrifamesti þroskasálfræðingi síðustu aldar.

Hvaða þýðingu hafa hugþroskaleikir í kennslu?

Samkvæmt heftinu um Hugþroskaleiki sem Ingvar Sigurgeirsson tók saman eru hugþroskaleikir leikir sem örva hugsun. Það að mínu mati er mjög mikilvægt að kennarar hafi í huga að örva þurfi hugsun nemenda sinna og má það gera með ýmsum hugþroskaleikjum. Markmiðin eru mörg og misjöfn eftir leikjum en fram kemur í heftinu að markmið hugþroskaleika er m.a.

- að stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar,

- örva hugmyndaflug nemenda

- þjálfa nemendur í samvinnu

(Ingvar Sigurgeirsson 2005:6)

Annað markmið sem mér datt í hug með hugþroskaleikjum er að þjálfa einbeitingu og því margir leikjanna í heftinu krefjast einbeitingar nemenda.

Prófun á hugþroskaleikjum

Ég fékk að kíkja í heimsókn á frístundarheimili í Reykjavík og prufaði ég þar fimm leiki á börnum á aldrinum 6-9 ára

Hreyfileikir - Með á bakinu

Lýsing: Nemendur skríða undir stóla, borð eða aðrar hindranir með e-n hlut (t.d. eldspýtnastokk, bók) á bakinu og reyna að komast leiðar sinnar án þess að missa hlutinn. 

Prófun:Gekk vel, þau voru ótrúlega flink og vandvirk og ef þau misstu hlutinn þá byrjuðu þau uppá nýtt en það gerðist yfirleitt bara einu sinni.

Skoðunarleikir – Að skoða og muna

Lýsing: Ýmsir smáhlutir lagðir á borð. Dúkur er breiddur yfir. Nemendur raða sér í kringum borðið. Kennari eða nemandi tekur dúkinn af stutta stund. Nemendur skoða hlutina stutta stund. Síðan er dúkurinn breiddur yfir aftur og nemendur eiga að rifja upp hlutina.

Prófun: Ég notaði aðra aðferð þar sem ég tók einn hlut í burtu og sýndi þeim hlutina aftur. Þau áttu síðan að giska hvaða hlut vantaði. Gekk mjög vel, reyndar var ein keppnismanneskja í hópnum sem gat alltaf uppá fyrst þannig að hinir fengu ekki að spreyta sig. Breytti ég þá reglunni og lét ganga hringinn þ.e. hver og einn átti að spreyta sig og giska fyrstur þegar teppið var tekið af. Þau voru öll mjög góð að uppgötva hvaða hlut vantaði. Þó tók ég eftir að hlutirnir sem voru smærri voru börnin lengur að uppgötva ef þá vantaði.

Snertileikur – Hvað er í pokanum

Lýsing: Einn í einu stingur hendinni í poka fullan af ýmsum smáhlutum og þreifar á einhverjum hlut. Nemendur lýsa hlutunum upphátt án þess að nefna hann. Hvernig er hann í laginu? Er hluturinn stór eða lítill?. Hvernig ætli hann sé á litinn? Síðan er hluturinn skoðaður.

- hvort tveggja kemur til greina að nemendur hafi séð hlutinn áður eða ekki.

- Nemendur gætu um leið og hlutnum er lýst giskað á hver hann er.

Prófun: Prufaði að láta þau þreifa á hlutum sem þau höfðu ekki séð áður. Þeim tókst ágætlega að lýsa hlutunum fyrir hinum og náðu þau að giska á flesta hlutina. Sumir hlutana höfðu hljóð og höfðu þau gaman af því að fá að giska eftir hljóðinu líka.

Hlustunarleikur – Hvað er í kassanum.

Lýsing: Nokkrir smáhlutir í litlum lokuðum ógegnsæjum kassa. Kennari setur einn hlut í kassann án þess að hinir sjái. Síðan er kassinn látinn ganga á milli nemenda. Þeir reyna að þekkja hlutinn af hljóðinu sem heyrist þegar þeir hrista kassann og einnig eftir þyngd kassans.

Prófun:Nú vissu þau öll hvaða hlutir komu til greina og þau sem voru 8-9 ára voru áberandi flinkari í þessum leik. Þau reyndu að meta þyngd kassans og hlustuðu eftir hljóðinu þegar þau hristu kassann.

Rökþroskaleikur – Palli og Lyftan

Lýsing: Kennarinn segir nemendum sögu Nemendur reyna að finna svör við spurningum (sjá í heftinu Hugþroskaleikir eftir Ingvar Sigurgeirsson).

Prófun: Ýmsar pælingar voru í gangi þegar ég spurði þau. En flest voru þau á því að Palli hafi verið á undan og hann hafi vitað að lyftan yrði lengur á leiðinni upp og því þyrfti hann að hlaupa á undan strákunum og farið út á 3 hæð.

Dagbók

Við athugun mína á hugþroskaleikjum hef ég öðlast mikinn áhuga fyrir þessum flokki leikja. Það sem heillar mig hvað mest er námslega gildið sem þessir leikir hafa. Margir eru einfaldir en þjálfa oft svo margt hjá börnum.

9. þáttur—Námsspil og flókin töfl

Í 9. Þætti er verkefnið velta þeirri spurningu fyrir sér hvað það er sem aðgreinir spil frá öðrum leikjum og einnig að reyna að skilgreina spil. Verkefnið er að velja nokkur námsspil og prófa þau og skrifa um reynsluna

Margar góðar skilgreiningar um spil hafa komið hér fram og tek ég undir þær. Það sem aðgreinir helst spil frá öðrum leikjum er að oftast er setið til borðs og einbeitt sér að ákveðnum fyrirfram gefnum reglum og áþreifanlegum hlutum/búnaði/áhöld sem nýtt er til þess að spila með.

Þau spil sem ég hef helst spilað mikið og gæti flokkast undir námsspil eru Scrabble, Pictonary, Fimbulfamb, samstæðuspil og Sequence sem er nýjasta æðið í fjölskyldunni minni og er spilað helst við öll tækifæri sem gefast. Sequence krefst mikillar einbeitningar og útsjónarsemi og hefur að mínu mati mikið námslegt gildi fyrir grunnskólanemendur á efsta stigi þar sem það byggist á því að spilarar vinni saman tveir og tveir og lesi vel í spilamennsku með og mótspilara. Sequence er einnig til fyrir börn en ég hef ekki náð að prufa þá útgáfu. Ég spila mjög oft samstæðuspil/minnisspil með myndum við son minn sem er 4 ára og hef ég séð hversu vel honum hefur farið fram í að leggja á minni. Við höfum líka spilað samstæðuspil með bókstöfunum á og þar eru einnig myndir á þeim spjöldum sem byrja á þeim staf t.d. stafurinn J og þá er mynd af jeppa. Hann hefur þjálfast mikið við að læra stafina með þessu spili þar sem hann kunni áður nokkra stafi, sinn staf og staf foreldra sinna en nú þekkir hann mun fleiri stafi.

Í síðasta vettvangsnámi mínu var ég í 1 bekk. Þar útbjó ég stafaspil með stöfunum sem nemendurnir höfðu þegar lært og voru þá fjögur spjöld af hverjum staf. Ég útbjó spjöldin í sömu stærð og handspilin gömlu góðu eru í. Þau spiluðu síðan veiðimann með þessum spilum og höfðu gaman af.

Að lokum langar mig að minnast á eitt spil sem ég á og hentar vel fyrir börn frá 3 ára aldri. Keypt í Ameríku en eflaust til hér á landi líka. Ég hef ekki íslenska heitið yfir það en þetta kallast Pattern Blocks & Boards. Þetta er með 10 tréspjöldum og 120 litlum formum mismunandi að lögun og á litinn t.d. sexhyrninga, tígla, þríhyrninga og ferhyrninga. Þetta virkar í raun eins og púsl nema það á að leggja mismunandi form á spjöldin eftir fyrirmyndinni sem er á spjaldinu. Þetta tel ég hafa mikið námslegt gildi þá sérstaklega til þess að læra hugtökin ferhyrningur, þríhyrningur.... ofl. Einnig handfjatla þau formin og leggja þannig á minnið útlit og lögun hvers hlutar fyrir sig. Þetta spil hefur sonur minn mikið gaman af og hann vissi nöfnin á fáum formum áður en hann spilaði þetta. Nú kann hann þau öll og er farinn að spila þetta í kappi við tíman og tek ég oft tíman á honum eða spila á móti honum í kapp við hvort annað. Eflaust hægt að útfæra þetta á ýmsa vegu en þetta er líka skemmtilegt spil/púsl fyrir einn.

Dagbók

Spil er fínasta afþreying og ekki spillir þegar einhver lærdómur einstaklingar öðlast í leiðinni. Það er mín skoðun að með tilkomu tölvutækninnar og öllum þeim óþrjótandi möguleikum sem henni fylgir hafa spil verið að falla í gleymsku smátt og smátt. Þau eru allavega minna notuð nú en áður. Kennarar og foreldrar verða að kenna börnum spil og hvetja þau til þess að leika sér meira með spil.

10. þáttur—Gátur, þrautir og heilabrjótar

Verkefnið í þessum námsþætti er að fara mjög vel í gegnum það efni sem bent er á í kennslubréfinu

Gildi gáta og þrauta í skólastarfi getur verið þónokkur. Hægt er að þjálfa nemendur í samvinnu og að færa rök fyrir máli sínu. Gátur og þrautir eru einnig góð þjálfun fyrir hugann. Þær vekja nemendur til umhugsunar um ákveðið viðfangsefni. Gæta þarf vel að þyngdarstig sé við hæfi þegar nemendur glíma við þannig verkefni. Þó stærðfræðiþrautir séu líklega mest notaðar í skólastarfinu þá eru í þessum flokki til þrautir sem tengjast fjölmörgum námsefnum.

Það kom mér verulega á óvart hversu mikið magn af gátum,þrautum og heilabrjótum er til og einnig hversu mikið gildi viðfangsefnin geta haft í námi. Ég hef eytt miklum tíma á netinu og hef viðað að mér ýmsu efni sem kemur til með að nýtast mér í kennslu. Skemmtilegt finnst mér að hægt er að nota þrautir til að leiðbeina nemendum og nálgast ólík viðfangsefni. Þrautirnar gætu verið góð og skemmtileg kveikja að ákveðnu námsefni. Það gæti hjálpa kennaranum að opna huga nemenda og efla jákvæðni þeirra á Því viðfangsefni sem hann ætlar að leggja fyrir. Fram kemur í kennslubréfinu að gátur og þrautir séu kjörin heimaverkefni og að fá foreldra með gæti verið skemmtileg leið til að virkja foreldrana í að aðstoða við heimanámið.

Ég fór í gegnum 10 kennslubréf Ingvars og byrjaði að skoða myndagátur. Á leikjavefnum eru nokkrar myndagátur Gunnars Halldórssona og gæti verið skemmtilegt að nota þær þegar þreyta er komin í nemendur á ákveðnu viðfangsefni. Væri þá hægt að fá nemendur til að hugsa um eitthvað allt annað. Þar sem flestar gáturnar hafa fleiri en eitt svar væri gaman að búa til hópakeppni á milli nemenda. Nemendur vinna þá í hópum og koma sér saman um eina ákveðna lausn, það gæti jafnvel ýtt undir betri samskipti á meðal nemenda þar sem verða að ræða máli og pæla í lausninni.

Rúmfræðiþrautirnar eru skemmtilegar og eru til ótal slíkar á netinu. Fyrsta sem mér datt í hug í tengslum við það hvernig hægt væri að nýta þrautirnar í kennslu væri að bjóða t.d. nemendum uppá að leysa þrautir í tölvu í stærðfræðitímum þ.e. ef aðstæður bjóða uppá það. Sniðugt væri að vera með stöðvavinnu í stærðfræði þar sem ein stöðin væri að leysa ákveðnar þrautir á netinu. Það krefst þolinmæði og einbeitingu.

Hex er skemmtilegur og einfaldur leikur sem krefst rökhugsun og útsjónarsemi. Sniðugur Rökleikur sem bæði er hægt að spila á netinu og útbúa sérstakt spilaborð. L-leikurinn sem Edward deBono bjó til er einfaldur og býður uppá ýmsa möguleika. Leikurinn reynir á hugsun og ályktunargáfu. Afar skemmtileg hugmynd sem nefnd er í kennslubréfinu að fá nemendur til að búa sjálfir til slíkar þrautir, en þar reynir m.a. á sköpunargáfuna.

Sagnagátur er mjög skemmtilegur flokkur þar sem kennsluaðferðirnar sagnalist og þrautalausnir eru notaðar. Ég átti ekki kost á að leggja gáturnar fyrir nemendur en fékk fjölskyldumeðlimi til þess að spreyta sig. Ég hafði lesið þrautirnar nokkrum sinnum yfir sjálf þannig að ég las þrautirnar með nokkrum tilþrifum þannig að allir hlustuðu með athygli og höfðu gaman af. Lausnirnar komu eftir miklar vangaveltur og umræður. Eftir þetta verkefni er ég handviss um að kennslufræðileg þýðing verkefna að þessu tagi hafi mikið gildi. Nemendur æfa sig í þrautalausnum og rökræða þar sem oft á tíðum fæst lausnin eftir að búið er að bera saman bækur sína og velta mögulegum lausnum aðeins fyrir sér.

Eldspýtnaþrautir er eitthvað sem ég þekkti lítið fyrir og man ekki eftir að hafa leikið mér með. Það kom mér því skemmtilega á óvart hversu margir möguleikar eldspýtur bjóða uppá. Þrautir sem þessar reyna á rökhugsun og dettur mér í hug að sniðugt er að nota þær þegar verið er að kenna börnum að telja. Hægt er þá að útfæra ýmsa skemmtilega og einfalda leiki með talningu fyrir ung börn. Á vefnum er gaman að fara inná og getur maður alveg gleymt sér þar í þrautum með eldspýtur. Á þrautavef Jim Loy eru margar sniðugar hugmyndir að eldspýtnaleikjum sem gætu verið frábærar fyrir yngri nemendur þar sem þeir eiga m.a. að útbúa ýmis form úr eldspýtum.





Rökleitargátur eru mjög skemmtilegar og hef ég verið að prufa á ýmsum í kringum mig með slíkum gátum og haft mjög gaman af. Misjafn er nú áhuginn fyrir að pæla í og finna út lausnir,en sumir hverjir hættu ekki fyrr en lausnin var komin. Það er augljóst að ímyndunarafl og frjó hugsun er eitthvað sem fólk hefur mismikið í sér. Skemmtilegast var að spyrja 4 ára son minn og mann minn svara við gátunum enda hafa þeir endalaust ímyndunarafl og ekki vantaði skemmtileg tilsvör og lausnir frá þeim. Þetta er eitthvað sem ég gæti trúað að skemmtilegt sé að byrja og/eða enda skóladaginn á þannig að andrúmsloftið milli kennarans og nemenda verði léttara og skemmtilegra. Kennarinn gæti fengið nemendur til þess að skrifa hver fyrir sig lausn niður á blað og lesa síðan upp fyrir bekkinn í lok dagsins. Þá þjálfast ekki aðeins athygli, eftirtekt og einbeiting heldur líka framkoma og tjáning.

Raðþrautir þjálfa einbeitingu og þolinmæði, auka tilfinningu fyrir formum og lögun hluta. Ég prufaði bæði á netinu Tangram og Hexa og missti mig alveg í púsleikjunum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt en hættulegur tímaþjófur. Nú get ég bara ekki beðið eftir að klára ferilmöppuna til þess að geta leyft mér að missa mig meira í þessar þrautir. Ekki er verra ef einbeiting og þolinmæði þjálfast eitthvað.

Tangram - history. 2007, 19.apríl. Wikipedia. Vefslóð:

Hex (board game). 2007, 23.apríl. Wikipedia. Vefslóð:



Dagbók

Ég verð nú að viðurkenna að gátur, þrautir og heilabrjótar var ekki titill sem höfðaði vel til mín í upphafi vinnu mína að þessu kennslubréfi. Þetta eru allt viðfangsefni sem mér hefur þótt erfið viðureignar og einhvernvegin aldrei ná góðum tökum á. Því hefur áhuginn á gátum,þrautum og heilabrjótum verið mjög svo takmarkaður. Kennslubréfið er með fjöldann allan af góðum ábendingum á slóðum og hugmyndum um viðfangsefni þessi. Vanþekking mín á viðfangsefninu mátti ekki halda aftur að mér og bretti ég því upp ermar og sat í langan tíma og las mér til um ýmsar gátur og þrautir. Vitir menn ég hafði gaman af og náði meira að segja að leysa nokkrar gátur að sjálfsdáðum. Nú er áhuginn á viðfangsefninu orðinn töluverður en þó situr enn í mér óöruggi sem ég er sannfærð um að hverfi um leið og ég prufa mig enn meira áfram.

Miklu máli skiptir að kennarar nýti sér viðfangsefnin til að leiðbeina nemendum um það hvernig má nálgast þau á margvíslegan hátt. Gildi slíkra þrauta er óþrjótandi og tel ég að hægt sé að nýta þennan flokk leikja mun meira í kennslu en nú er gert,

11. þáttur—Orðaleikir

Í þessum námsþætti fjalla ég um orðaleiki og legg mat á þá.

Í orðaleikjum þjálfast orðaforði og getur verið skemmtileg aðferð til þess að lífga upp á skóladaginn. Ég fann ýmsa orðaleiki á netinu. Á leikjanet.is eru 9 orðaleikir þar af var einn á íslensku.

Á skólavefnum undir krakkasíður eru stafarugl þar sem gefin eru upp orð sem hægt er að finna í kassa með fullt af stöfum. Mjög skemmtilegt og kemur fagnaðarhljóð þegar maður finnur orð. Þar eru einnig að finna snillingaþrautir sem gengur út á það sama þ.e. orðaleit en ákveðin þema í gangi t.d. nöfn allra reikistjarnanna það er hægt að prenta þessar þrautir út og láta nemendur spreyta sig.

Á vef námsgagnastofnunar eru ýmsir skemmtilegir orðaleikir fyrir yngri börnin eins og rím og stafaleikir. Þar er rödd sem segir hvað á að gera og les upp orðin eða stafina þegar smellt er á þá með músarhnappnum.

Ég fór á goggle og sló inn word games og komu ansi margar slóðir. Ég skoðaði nokkrar og þessar fannst mér góðar:



Ýmsir orðaleikir fyrir börn á öllum aldri. Þarna var að finna t.d. stafarugl, orð þar sem vantaði nokkra stafi og giska átti á rétt orð. Hægt var þá að velja ýmis þema orð m.a. dýraheiti, litirnir, ávaxta- og grænmetisheiti og blómaheiti.



Er snilldar vefur og hentar vel í ensku kennslu. Þar er t.d leikur sem hefur setningu og í henni kemur fyrir orð sem vantar. Nemandi fær þá tvö orð sem eru mjög lík og hljóma eins í framburði og giska hvort orðið á við í setninguna. Dæmi: Shirts are on ______ today at the mall. Þá stendur til boða að velja um þessi tvo orð:

Sail sale



Frábær leikur sem hjálpar eflaust vel í málfræðikennslu í ensku.

með nokkrum leikjum þar sem lögð er áhersla á að auka orðaforða. Þar er skemmtilegur minnisleikur eins og samstæðuspil þar sem dýraheiti kemur fyrir og rödd segir nafnið á dýrinu þegar klikkað er á það. Annar leikur á sömu síðu er uppbyggður eins og hangman nema að hægt er að velja um orð í ákveðnum flokkum og maður hefur viss marga möguleika til þess að giska á hvaða stafur kemur fyrir.

Undir word play var mikið úrval leikja mikið var þó af sömu síðum sem komu upp og í word games.



Ótrúlega líflegur og krúttlegur vefur. Þar er t.d rödd sem segir hvernig orðið hljómar þegar klikkað er á það. Sniðugt þegar verið er að æfa framburð. Þar er einnig stafir í súpudiski og gengur leikurinn út á það að raða stöfunum saman og finna hvað orð þeir mynda.



Hefur fjöldann allan af sniðugum orðaleikjum. Þar er t.d. 16 stafa stafarugl þar sem fólk á að reyna að finna eins mörg orð út úr þeim á 3 mínútum. Þar er teljari sem telur niður.

Word Puzzles er mikið af skemmtilegum leikjum t.d.



Mjög skemmtilegir orðaleikir og púsl. Þarna eins og á fyrrgreindum slóðum þurfa einstaklingar að hafa einhverja enskukunnáttu



Skemmtileg púsl og stafarugl leikir þar sem hægt er að velja um miserfiða orðaleiki

Dagbók

Orðaleikir eru leikir sem byggjast á því að vinna með bókstafi og orð. Leikir þessir efla flestir orðaforða, hugmyndaflug, minni og rökhugsun og kenna einnig stafrófið. Orðaleikir geta verið sniðug leið til þess að lífga upp á tungumálakennslu.

Við vinnu mína á þessu kennslubréfi komst ég að því að kennarar þurfa að vera opnir fyrir öllu því frábæra efni sem netið hefur að geyma og þá eru orðaleikir enginn undantekning.

12. þáttur—Tölvuleikir

12 þáttur gengur út á það að velja einn tölvuleik á netinu og gera grein fyrir gildi hans. Einnig að leggja mat á leiki sem vefur námsgagnastofnun býður uppá

Krakkasíður Námsgagnastofnunnar

Hér er stutt lýsing á þeim leikjum sem við áttum að meta:

Orðakistur Krillu- þar á að raða í stafrófsröð, ríma og ýmis orðaleit og finna sama orðið sem gefið er.

Minnisleikur- Skiptist í erfileikastig sem er góður möguleiki og þjálfar minni og einbeitingu

Stafaleikir Bínu- kenndir stafirnir og hljóð þeirra

Þríhyrningarnir/Ferhyrningar reynir á stærðfræðikunnáttu þ.e samlagningu nemendur læra stærðfræði og setja dæmin upp í þríhyrningar-og ferhyrningarform.

Þrír í röð- komst ekki inn í þann leik

Talnaferningurinn- reynir einnig á stærðfræðiþekkingu og að sjá á alla vegu sömu

Lukkuhjólið-tölurnar sem koma upp eru byggðar á heppni. Maður þarf hins vegar að vera útsjónasamur til þess að staðsetja tölurnar.

Hver þeirra er bestur að þínum dómi?

Allir hafa þessir leikir námslegt gildi.þó svo að sviðið er fremur þröngt námslega séð sem þeir uppfylla. Ég tel þá vera skemmtilega viðbót við hefðbundið nám

Að mínu mati tel ég Orðakistur Krillu vera besti námsleikurinn þar sem hann þjálfar svo margt og er einnig skemmtilegur og auðveldur í aðgengi. Ég myndi nota hann í íslenskukennslu á yngsta stigi og byrja á því að fara með nemendum yfir alla leiki og varpa leiknum uppá tjald þannig að allir sjái hvernig hann virkar og skilji hvað eigi að gera í hverju verkefni. Sniðugt væri að fá nemendur til þess að leysa leikinn tvo og tvo saman þannig að þeir þurfi að ræða saman um réttar lausnir og gæti það fest frekar í minni þann lærdóm sem þeir hafa af leiknum

Legðu mat á það hvort forritið Álfur er leikur eða ekki! Færðu rök fyrir máli þínu! Álfur er að mínu mati námsleikur. Sjálf sagan er bæði skemmtileg og hægt væri að nota hana í lífsleiknikennslu á yngsta stigi þar sem verið er að ræða um framkomu og virðingu fyrir öðrum og að skilja ekki útundan. Að búa til andlit er einnig tilvalið í tengslum við lífsleiknina og væri þá hægt að ræða hvernig manneskju líður eftir mismunandi svipbrigðum og geta þá nemendur séð andlitið myndrænt. Ég tel að þessi leikur sé einnig sniðugur fyrir börn sem eru að prófa sig áfram á tölvum og hafa ekki vald á músinni. Þá er ágæt æfing að búa til andlit eða að setja Álf í föt. Ég prufaði að sýna 4 ára syni mínum þessa sögu og verkefnin sem fylgdu og þótti honum þetta mjög áhugavert þó svo að ég hafi stýrt honum enda hafði hann aldrei prufað neitt í tölvu áður. Hann hafði gaman af og á ég eftir að nýta mér þennan leik til þess að æfa son minn í leikni á tölvu

Tölvuleikir á netinu

Ég hef skoðað mikið magn af leikjum á netinu og erfitt er að velja og hafna. Þó hafa þeir leikir sem hafa mikið námslegt gildi verið að mínu mati þeir allra áhugaverðustu og í mínu uppáhaldi

Vefur sem ég staldraði ansi lengi við hefur mikið af góðu efni sem hægt er að nýta í kennslu fyrir allan aldur. Vefurinn er þægilegur þar sem hann flokkar eftir aldri og námsgreinum. Hann býður uppá leiki sem nýta má m.a. í enskukennslu. Þar var leikur sem kallast on the shelf þar sem var myndir af hlutum og við hliðina á var nafn á ýmsum hlutum. Hlutinn átti síðan að draga með músinni að hillu með réttu heiti. Mjög gott fyrir nemendur sem eru að byrja enskukennslu til þess að auka orðaforða og læra stafsetningu orða. Síðan er vel uppsett og er litrík og aðlaðandi. Síðan bíður einnig uppá fjöldann allan af skemmtilegum málfræði-verkefnum til útprentunar sem er ókeypis og þykir mér það mikill kostur. Slóðin er þessi:

Leikjanet er fín síða með fullt af skemmtilegum leikjum. Sumir hafa meira námslegt gildi en aðrir og ef farið er neðst á síðuna sjást þeir flokkar sem leikirnir eru flokkaðir í þeir eru: bardagaleikir, barnaleikir, bílaleikir, flugleikir, geimleikir, hjólaleikir, íþróttaleikir, orðaleikir, spil og kaplar, ævintýri og fjársjóðir, þrautir og heilabrot, annað. Ég skoðaði sérstaklega tvo flokka en það voru barnaleikir og orðaleikir. Barnaleikirnir voru 22 talsins og eru eflaust skemmtilegir fyrir ung börn. Orðaleikirnir voru því miður færri eða 9 talsins en margir ágætis námsleikir



Langar að lokum benda á skemmtilega leik sem gengur út á það að stimpla á lyklaborðið þann staf sem flýgur um skjáinn. Nemandi þarf að vera snöggur að finna stafinn á lyklaborðinu þar sem hann dettur ofan í vatn ef ekki er stimplað á réttan staf. Í lok leikja koma upplýsingar um hversu margir stafir voru réttir, rangir og í hvað borð nemandinn komst. Leikur sem þessi hefur þann kost að nemandi þjálfast í að læra á lyklaborðið og reynir á einbeitingu.



Dagbók

Tölvutæknin með sínum kostum og göllum er komin til að vera. Mikið er til af leikjum á netinu. Þó svo að margir þeirra uppfylli ekki skráð markmið Aðalnámskrá met ég það svo að flestir þeirra hafi eitthvert námslegt gildi mismikið þó. Má þar nefna aukna færni nemenda í tölvu Þeir leikir sem stuðla beint eða óbeint að því að uppfylla námsmarkmið skólanna eru vel nýtanlegir í kennslu en mig grunar að kennarar sé sumir hverjir ekki nægilega duglegir við að nýta sér þessa leiki.

Lokaorð

Ég hef fjallað um ýmislegt í tengslum við leiki. Ég hef velt fyrir mér hvernig megi flokka þá, hver gagnsemi þeirra er og áhrif þeir geta haft. Prófun á leikjum hefur mér þótt mjög eftirminnileg og skemmtileg. Námskeiðið Leikir í skólastarfi hefur verið einstaklega skemmtilegt og fræðandi. Að mörgu hef ég komist sem ég vissi ekki áður. Mig hafði t.d. ekki grunað að leikir hefðu eins mikið námslegt gildi og þeir virðast hafa. Eftir situr hugur minn fullur af hugmyndum sem og þessi námsmappa sem ég veit að kemur til með að nýtast mér í leik og í starfi því leikurinn er mögnuð aðferð til að vekja áhuga nemenda á náminu. Þetta námskeið hefur hvatt mig til að nota leiki í mínu starfi sem verðandi kennari.

Tillögur að leikjum inná leikjavefinn

Leikur 1

Höfundar: Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson – 2007.

Nafn sendanda: Anna Bára Aronsdóttir

Nafn á leik: Aumingja kisa

Flokkur: Hreyfileikir og æfingar

Aldur: frá 4 ára aldri

Markmið: Skapa góða stemmningu, tilbreyting og efla einbeitingu.

Gögn: engin

Leiklýsing: Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn er í miðjunni og er kisan. Kisa á að skríða, á fjórum fótum, að einhverjum í hringnum, nudda sér upp við hann og mjálma. Sá sem kisa er að nudda sér upp við á að klappa á bakið á henni og segja; "Aumingja kisa". En, hann má ekki fara að hlæja, ekki einu sinni brosa. Allir hinir í hringnum mega hlæja eins mikið og þeim sýnist. Kisa má endurtaka leikinn þrisvar sinnum við sama þátttakandann. Ef honum stekkur ekki bros á vör verður hún að reyna við einhvern annan. Sá sem fer að hlæja verður kisa og fer inn í hringinn.

Útfærsla:

Heimild: Krakkasíðan; ,



Leikur 2

Höfundar: Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson – 2007.

Nafn sendanda: Anna Bára Aronsdóttir

Nafn á leik: Teiknum skrímsli

Flokkur: Teikni og litaleikir

Aldur: frá 4 ára aldri

Markmið: að efla samvinnu, auka ímyndunaraflið og þjálfun í teikningu.

Gögn: Tafla og krítar í mismunandi litum eða stórt blað og margir litir.

Leiklýsing: Myndlistaleikur þar sem allir taka þátt. Stjórnandi leiksins (kennari) skrifar efst á töfluna “teiknið handa mér skrímsli”. Útskýrir svo fyrir bekknum að þeir séu brjálaðir vísindamenn og eiga í sameiningu að útbúa skrímsli. Hver þátttakandi dregur um þann hlut sem hann á að teikna og einn teiknar í einu. T.d fyrsti þátttakandi dregur miða með orðinu skegg og þarf þá að byrja að teikna skeggið þó andlitið sé ekki komið og aðrir þátttakendur þurfa síðan að vinna út frá því. Í lokinn ertu með frábærlega samsett skrímsli.

Útfærsla: Hægt að tengja þennan leik t.d., sögunni og láta nemendur teikna eitthvað sniðugt upp úr henni.

Heimild:

Leikur 3

Höfundar:Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson - 2007

Netfang sendanda: Linda Marie Samuelsson

Nafn á leik: Tölustafastiginn

Flokkur: Námsspil

Markmið: að efla stærðfræðihugsun barna

Aldur: frá 6 ára.

Gögn: pappír að stærð A3, penni og teningur og þurrkaðar baunir eða hnappar.

Leiklýsing: Byrja að teikna tölustafastiga á blað frá 1 til 10, það þarf ekki að vera í neinni sérstakri röð. Barnið byrjar að kasta teningnum. Ef barnið fær t.d 3 á það að bæta 3 við hvern tölustaf í stiganum. Barnið heldur áfram að bæta 3 við hverja tölu og í hvert sinn sem talið er rétt fer það einu þrepi hærra. Ef barnið telur rangt fer það alla leið niður aftur og næsti tekur við.

Útfærsla: Þessum leik er hægt að breyta fyrir yngri börn sem eru að læra tölustafi og þá eru skrifaðar tölurnar 1 – 10 og byrjað er á tölunni 1. Barnið fær hnapp eða baun sem það á að henda í stigann. Ef það lendir á t.d 4 á barnið að taka jafn marga hnappa/baunir og talan sýnir sem barnið lenti á.

Heimild: Kaye Peggy (1994). Mattelekar. [þýð. Rikard Hedenblad]. Malmö, Brain Books.

Leikur 4

Höfundar: Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson - 2007

Netfang sendanda: Linda Marie Samuelsson

Nafn á leik: Fyrst að fimmtíu

Flokkur: Námsspil

Marmið: að hjálpa barninu að skilja tíund.

Aldur: Frá 7 ára

Gögn: pappír A3, penni, karton, þurrkaðar baunir, skæri og pappírsklemma.

Leiklýsing:

Undirbúning:

1. Teikna á tveim A3 blöðum 5 stóra ferninga og 10 litla ferninga öðru megin á blaðinu. Stóru ferningarnir eiga að geta rúmað 10 baunir hvor og þeir litlu eiga að geta rúmað eina baun hvor.

2. Nú þarf að búa til ,,talnaklukku“ sem sýnir tíund. Taktu eitt A3 blað á það teiknar þú stóran hring sem er skipt niður í 12 kökur. Svo þarf að búa til ör/vísir sem á að geta snúist auðveldlega og bent á eina kökuna. Örin/vísirinn er fest með blaðaklemmu. Skrifið á kökurnar: vinnið 10, tapið 10 og vinnið 1.

Spilið gengur út á að vera fyrstur upp að 50.

Börnin spila þannig að þau fá sitt hvert A3 blað með ferningum sem telja tíund. Eitt barn byrjar að snúa örinni/vísinum og ef hann stoppar á vinnið 10 tekur barnið 10 baunir og getur með hjálp litla ferninganna séð hversu margar það eru. Ef örin/vísirinn hins vegar lendir á tapið 10 missir barnið tíu baunir. Sá sem er fyrstur upp að 50 vinnur.

Útfærsla: Hægt er að gera þetta með yngri börnum og nota þá tölurnar 1 til 10 samt merkja með punktum við hlið hvers tölustafs jafn margir punktar og talan er til að hjálpa barninu að telja. Hér er ekki hægt að tapa neinum baunum en spilið gengur út á að vera fyrstur upp í vissa upphæð.

Heimild: Kaye Peggy (1994). Mattelekar. [þýð. Rikard Hedenblad]. Malmö, Brain Books.

Fyrstu tvær myndirnar eru fyrir spilið ,,fyrst að 50” og hin er fyrir tölustafastigann

[pic]

Leikur 5

Höfundar:Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson - 2007

Netfang sendanda: Hildur Sigurðardóttir

Nafn á leik: Leikur með bönd

Flokkur: Námsleikir

Markmið: að fylgja fyrirmælum sem innihalda hugtökin ,,einn’’, ,,tveir’’, ,,inn í’’, ,, fyrir utan’’ og ,, á’’. Efla vitneskju á þýðingu hugtakanna

Aldur: frá 3 ára.

Gögn: miðlungsgróf bönd með krækju, leikbrúða (má sleppa).

Leiklýsing: Réttið hverju barni band með krækjum á sitthvorum endanum. Fáið þau til að tengja böndin sín saman og mynda stóran hring úr kaðlinum á gólfinu. Hagræðið stærð hringsins eftir stærð stofunnar. Biðjið börnin að raða sér í kringum hringinn að utanverðu. Stjórnandi slæst í för með börnunum Gott er að hafa leikbrúðu sem stjórnandinn talar í gegnum og gefur fyrirmælin með. t.d. Bassi segir:

Við skulum leika okkur með hringinn okkar. Hlustið mjög vel á það sem ég segi. Svo skuluð þið gera eins og ég segi.

Bassi/stjórnandinn gefur fyrirmæli eins og eftirfarandi. Þegar búið er að framkvæma hvert atriði eru börnin beðin um að fara aftur í upphafsstöðu fyrir utan hringinn.

1. Setjið einn fót inn í hringinn

2. Setjið eina hönd á hringinn

3. Gangið í hring fyrir utan hringinn

4. Setjið tvo fætur inn í hringinn

5. Setjið tvo fætur á hringinn.

6. Snúið ykkur í hring fyrir utan hringinn.

7. Setjið tvær hendur inn í hringinn

8. Hoppið upp og niður inn í hringnum

9. Skríðið í hring fyrir utan hringinn

10. Setjið einn fót á hringinn.

Útfærsla: Hver og einn búi til ýmis form úr bandinu t,d, hring, þríhyrning, ferhyrning. Einnig geta allir hjálpast við að tengja saman böndin og búa til í sameiningu ýmis form úr einu stóru bandi.

Heimild: Peabody Early Experiences Kit

Útgefandi: AGS

American Guidance Service. INC

Þýðandi Hjördís Björg Gunnarsdóttir

Leikur 6

Höfundar:Anna Bára Aronsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Linda Marie Samuelsson - 2007

Netfang sendanda: Hildur Sigurðardóttir

Nafn á leik: Hvaða hlutur er horfinn?

Flokkur: Námsleikir/Athygli- og skynjunarleikir

Markmið: Að þjálfa athygli og minni, æfa tjáningu, læra að þekkja litina

Aldur: frá 2 ára.

Gögn: Litlir hlutir sem allir eru mismunandi á litinn.

Leiklýsing: Stjórnandi sýnir börnunum fjóra hluti í ólíkum litum eða gulur,rauður, grænn og blár. Stjórnandi breiðir teppi yfir hlutina og fjarlægir einn hlut án þess að börnin sjái til. Síðan eru börnin spurð hvaða litur er horfinn. Það má gera leikinn erfiðari með því að taka fleiri en einn hlut í hvert skipti eða bæta við fleiri hlutum í mismunandi litum. Sniðugt er að biðja ákveðið barn að giska í hvert skiptið þannig að allir fái að spreyta sig.

Útfærsla: Setja má hluti með mismunandi lögun, t.d. þríhyrning, ferhyrning, hring og ferning. Þannig þjálfast börnin í að þekkja heiti á mismunandi formum. Það hentar fyrir eldri börn.

Heimild: Þessi leikur er útfærsla á öðrum leik. Hugmynd fengin frá Ástfríði Árnadóttur og Höllu Ösp Hallsdóttir

Heimildaskrá

Anna Jeppesen, Ása Helga Ragnarsdóttir. Leiklist í kennslu: handbók fyrir kennara. 2006. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Between the Lions. Word Play. 2007, 19 apríl Vefslóð:

BlackDog’s Word Games. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

Bókasafn Garðabæjar – Leikir. 2007, 15 mars Vefslóð:

Educational Games For Kids – Children´s Printable and online Learning Games. 2007,20 apríl. Vefslóð:

Erla Kristjánsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson. Nokkrar hugmyndir um notkun bókarinnar Að leika og látast. 1977. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, skólarannsóknardeild

Fox , Jill Englebright. 2007, 20 janúar. Back-to-Basics: Play in Early Childhood. Vefslóð:

Free Kids Games. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

Funbrain – Word Confusion. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

Furth,Hans, Wachs,Harry. Thinking goes to school: Piaget's theory in practice 1974. London. Oxford University Press, 1974

Games for children ages 1 to 5. 2007, 15 mars vefslóð:

Helgi Grímsson. Hópeflileikir

Hex (board game). 2007, 23.apríl. Wikipedia. Vefslóð:



Icebreakers. 2007, 15 apríl. Vefslóð:

Icebreaker games for small groups. 2007, 15 apríl. Vefslóð:

Ingvar Sigurgeirsson. Hugþroskaleikir – Leikir sem örva hugsun. 2005. Ljósritað sem handrit. Kennaraháskóli Íslands

Ingvar Sigurgeirsson 2007, Kennslubréf 1-12 af námskeiðinu Leikir í Skólastarfi 13.03.81

Ingvar Sigurgeirsson. 2007, janúar - Apríl.. Leikjavefurinn /Leikjabankinn Vefslóð:

Jim Loy´s home page. 2007, 20. apríl. Vefslóð:

Kids Domain – Thanksgiving Word Puzzles. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

Kids Games. 2007, 15 mars. Vefslóð:

Learning Vocabulary Can Be Fun. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

Leikjanet.is. 2007, 20. apríl Vefslóð:

Malm,Barbro, Undén, Ann-Mari. Að leika og látast. 1970 Erla Kristjánsdóttir og Ingvar Sigurgeirsson þýddu. Ríkisútgáfa Námsbóka

Music and movement – Wikipedia. 2007, 14 apríl. Vefslóð:

Námsgagnastofnun. 2007, 19 apríl. Vefslóð:

. 2007 sótt 20 apríl. Vefslóð:

Tanagram - history. 2007, 19.apríl. Wikipedia. Vefslóð:

The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for Play.

The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000. The Institute for Play.

Þjóðminjasafn Íslands. 2007, 19 febrúar. Vefslóð:

Wardle, Francis. 2007, 20.janúar. Play as Curriculum. Vefslóð:

Word Games and Puzzles, Brainteasers, Anagrams, Word search. 2007,19 apríl Vefslóð:

................
................

In order to avoid copyright disputes, this page is only a partial summary.

Google Online Preview   Download